Gönguskíðadagur í Everest á sunnudaginn

EverestBirgir Gunnarsson, sem líklega er fróðastur allra Ullunga um gönguskíði og þann búnað sem þeim tilheyrir, verður í versluninni Everest, Skeifunni 6, og leiðbeinir um skíðakaup sunnudaginn 15. desember milli kl. 15 og 17. Það er nýkomin sending af Fischer gönguskíðum og skóm í Everest þannig að það ætti að vera úr nógu að velja. Félagar í Ulli njóta sérkjara í Everest og veittur verður sérstakur afsláttur meðan Birgir er í búðinni.

Þegar skíði eru keypt er mikilvægast að þau henti hæð, þyngd og getu hvers notanda. Þeir, sem ætla að kaupa gönguskíði ættu því að grípa tækifærið og nýta sér kunnáttu Birgis.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur