Ný bók: Skíðaganga eftir Einar Ólafsson

Bókin Skíðaganga eftir ólympíufarann Einar Ólafsson er að koma út. Bókin er fyrsta kennslubók um skíðagöngu sem komið hefur út á Íslandi og er hún ætluð bæði keppnisfólki og almenningi sem hefur gaman af að stunda gönguskíði sér til skemmtunar. Í bókinni er mikið af skýringarmyndum og texta um hvernig best er að bera sig að á gönguskíðum, farið er yfir ýmsar æfingaraðferðir, mataræði og fleira og einnig er svo fléttað inn í frásögur frá eldri skíðaköppum, íslenskum sem erlendum. Bókin verður til sölu í verslunum Íslensku Alpanna í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Einnig verður hægt að kaupa bókina í CraftSport á Ísafirði. Allur ágóði af bókinni rennur í styrkarsjóð skíðamanna á Ísafirði.

Útgáfuteiti verður haldið í versluninni Íslensku Alparnir næstkomandi þriðjudag 17.desember frá kl. 17:00 – 19:00. Þar mun höfundurinn segja í fáum orðum frá tilurð bókarinnar. Til stóð að hann myndi árita bækur en nú er komið í ljós að bókinni seinkar úr prentun þannig að hún kemst ekki í sölu fyrr en eftir áramót. Höfundur lætur þó ekki deigan síga, hann verður með sýnieintak í Íslensku ölpunum á þriðjudaginn og hægt verður að kaupa gjafabréf.  Þannig getur bókin þrátt fyrir allt ratað í jólapakka skíðagöngufólks þótt ekki verði hægt að fletta henni fyrr en eftir fáena daga.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af nokkrum síðum í bókinni (smellið á myndirnar) og það fer ekki milli mála að hún er öll hin glæsilegasta.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur