Á miðvikudaginn kl. 18:00 verður fyrsta innanfélagsmótið.
Keppt verður með frjálsri aðferð, 5 km fyrir karla, 3 km fyrir konur. (Venjulega ætlum við að hafa það á þriðjudögum en af því margir eru að koma heim frá Vasa á þriðjudaginn, þá hentar miðvikudagurinn betur núna).
Athugið að með frjálsri aðferð er átt við að megi skauta en það má einnig ganga með hefðbundinni aðferð.
Fín æfing fyrir Strompaskautið sem haldið verður 19. mars í Bláfjöllum, daginn eftir Bláfjallagönguna sem fer fram 18.mars.
Uppfært: Skráning er á staðnum. Allir velkomnir að taka þátt, gildir félagsmenn eður ei. Keppnisgjald er 500kr sem greiðist við skráningu, athugið að ekki er tekið við kreditkortum.