Fyrsta degi SMÍ lokið

Skíðalandsmót Íslands (SMÍ) hófst í Hlíðarfjalli á Akureyri í gærkvöld þar sem keppt var í sprettgöngu. Íslandsmeistari í karlaflokki varð Snorri Einarsson í Ulli eftir æsispennandi endasprett á móti Degi Benediktssyni SFÍ en skera þurfti úr um úrslit með myndbandsupptöku og munaði hársbreidd á þeim. Íslandsmeistari í kvennaflokki varð Linda Rós Hannesdóttir SFÍ.

Hægt er að lesa nánar um úrslit gærdagsins hér.

Í dag er svo keppt í 10/15 km með frjálsri aðferð og hefst keppni kl.17:00.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur