Ullungurinn Fróði Hymer hefur keppni á Heimsmeistarmóti unglinga í Planica í Slóveníu mánudaginn 5. febrúar. Keppni í undanrásum hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma og er Fróði með rásnúmer 64 og rástíma 10:16. Um 120 keppendur eru skráðir til leiks. Keppt veður með frjálsri aðferð í um 1,2 km braut og komast þeir sem ná 30 bestu tímunum áfram í úrslit þar sem keppt er með útsláttarfyrirkomulagi. Fylgjast má með tímatöku á heimasíðu FIS.
Aðrir íslenskir keppendur eru ásamt Fróða eru Grétar Smári Samúelsson SFÍ, Ævar Freyr Valsbjörnsson SKA og Ástmar Helgi Kristinsson SFÍ.
Fróði tryggði sér þátttökurétt á mótinu eftir frábærlega vel heppnað úrtökumót sem fram fór í Lygna í Noregi fyrr á árinu. Á því móti náði Fróði glæsilegum árangir í flokki 18-19 ára drengja og hafnaði í 24. sæti af 153 keppendum í 15 km göngu með frjálsri aðferð. Fróði er á yngra ári í þessum flokki og ef horft er á árangur hans miðað við jafnaldra þá átti Fróði 8. besta tímann. Þessi árangur hans er eftirtektarverður og líklega einn sá besti sem íslenskur skíðagöngumaður hefur náð síðari ár. Greinilega mikið efni hér á ferð.
Skíðagöngufélagið Ullur óskar Fróða góðs gengis á mótinu!