Þóroddur formaður hringdi úr Bláfjöllum og ekki slær hann slöku við – fremur en fyrri daginn – að búa í haginn fyrir félagsmenn og annað skíðagöngufólk. Nú var hann að koma náðhúsinu góða aftur fyrir á sínum stað eftir að hafa farið með það og látið tæma það og hreinsa.
Af skíðafæri er það að segja að enn er strekkingsvindur og talsverður lágarenningur á svæðinu. Ekki verður lagt neitt spor í dag enda myndi skafa í það jafnóðum. Þó er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af snjóalögum því af nógu er að taka og sem dæmi má nefna að það safnast vel í brautarstæðið niður gilið bak við hólinn. Það stefnir því allt í góða daga í Bláfjöllum þegar lægir.
Fréttir úr Bláfjöllum
- Fréttir, Skíðafæri
Deila
Facebook
Twitter