Ullungar og aðrir Íslendingar í „Birken“

Meðal þeirra 17000 keppenda sem voru skráðir í Birikibeinagönguna, 54 km göngu yfir há fjöll milli Rena og Lillehammer í Noregi, voru nokkrir Íslendingar. Þar voru tveir Ullungar, Ólafur Helgi Valsson sem lauk göngunni á 4:52:48 og Þórhallur Ásmundsson sem gekk á 4:57:40. Þarna var einnig Ísfirðingurinn Einar Birkir Sveinbjörnsson (5:02:40) og Völsungarnir Ásgeir Kristjánsson (6:03:48) og Sigurður Hákonarson (6:38:11). Við lauslega leit í nafnalistanum fundust þrjú nöfn sem líta út fyrir að vera íslensk: Vaka Antonsdóttir (5:28:11), Helga Ásgeirsdóttir (7:22:39) og Ingibjörg Elín Magnúsdóttir (8:07:05). Viti einhver deili á þeim eða um einhverja sem mér hefur yfirsést eru athugasemdir vel þegnar.
Að mati reynslubolta var gangan óvenjuerfið í ár, færið þungt og vindur og snjófjúk var sums staðar til vandræða. Það er því ástæða til að óska öllum til hamingju með afrekið!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur