Nú er kominn ágætur snjór í Bláfjöllum og það hefur verið troðinn góður æfingahringur við skálann. Hann er rúmlega 2 km, nánast alveg á flatlendi en vonandi verður hægt að stækka hann og gera hann fjölbreyttari. Færið í gærkvöldi var eins og það gerist best, fínt rennsli og blár extra. Skv. yr.no (lítið á veðursíðuna hér á vefnum) eiga þessi ágætu skilyrði að endast a.m.k. fram í miðja næstu viku svo það er um að gera að nota snjóinn vel!
Hér á myndinni má sjá hvernig „hringurinn“ liggur:
Frábært skíðafæri í Bláfjöllum!
- Skíðafæri
Deila
Facebook
Twitter