Kæru félagar!
Undanfarið hefur skapast töluverð umræða um framtíðarskipulag skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu. Því langar okkur hjá Ulli að kynna fyrir félagsmönnum drög að hugmyndum sem unnið hefur verið í um framtíðarskipulag skíðagöngusvæðanna og heyra ykkar skoðanir. Við bjóðum því til fundar mánudaginn 15. mars klukkan 20:00 í ÍSÍ Laugardal, Engjavegi 6. Skráning þarf að eiga sér stað vegna fjöldatakmarkana vinsamlegast skráið þátttöku hér: https://forms.gle/4jNG3qTavkZ3xMM39 Ef þú kemst ekki þá er velkomið að senda okkur línu á stjornullar@gmail.com með þínum áherslum/hugmyndum. Hlökkum til að sjá ykkur.