Enn einn góður dagur í Bláfjöllum

Desembersól
Desembersól í Bláfjöllum

Það er hver dagurinn öðrum fallegri í Bláfjöllum, frábært skíðafæri og í gær skein sólin uppi á heiði. Það þyrfti þó að snjóa meira, snjólagið ofan á klakanum er orðið nokkuð þunnt þannig að sporið er víða grunnt og hlykkjótt. Við, sem ekki erum þeim mun liprari, ættum því að fara varlega í bröttustu brekkunum, það er hart að detta eins og rófubeinið mun minna undirritaðan á næstu dagana!

Fótbolti
Hér er fjör!
Það var mikið fjör á Neðri-Sléttu á æfingu hjá Ullarungum. Í þetta sinn var það Eiríkur Sigurðsson sem hélt uppi fjörinu, t.d. í fótbolta á öðru skíðinu og handbolta á báðum! Fleiri myndir eru í myndasafninu í albúminu Ullarungar 2010-2011.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur