Að venju verður æfing á sunnudagsmorgun og hefst hún stundvíslega kl. 11
Ef einhver hefur ekki áttað sig á því að gönguskíði er frábær fjölskylduíþrótt ætla ég að benda á þann möguleika að skilja börn eða barnabörn eftir á æfingu á meðan fólk gengur sjálft.
Við eigum slatta af útbúnaði sem við getum lánað þeim sem ekki eiga skíði og ætti skortur á honum því ekki að vera nein hindrun.
Æfingin fer þannig fram að við tókum ýmsar tækni og þolæfingar frá kl. 11 til ca. 12.10, förum þá í skálann og borðum nesti. Eftir það förum við í leiki á skíðunum sem reyna á jafnvægi ofl. en eru jafnframt skemmtilegir fyrir alla og mikið fjör.
Hlakka til að sjá sem flesta.
Kveðja, Eiríkur