Á síðu Bláfjalla mátti í morgun lesa að þar væri lokað vegna veðurs og því engin spor lögð. Á myndinni hér til hliðar má þó sjá að það var engin ástæða til að sleppa því að fara á skíði. Upp úr hádegi var komið besta veður og gott færi þó að það væri nokkuð hart á köflum. Á góðum ferðaskíðum mátti fara um allar trissur og njóta náttúrufegurðarinnar í veðurblíðunni.
Trausti Tómasson sendi okkur þessa mynd en hann gekk við fimmta mann hring um Heiðartoppa og þaðan inn í Kerlingardal., afbragðsgóð ferð. Hann sendi vefnum nokkrar ágætar myndir, þar á meðal þá sem hér sést, en allar myndirnar má sjá á myndavefnum. Skoðið þær og sjáið af hverju við misstum sem ekki fórum á skíði!
Dagur ferðaskíðanna í Bláfjöllum
- Fréttir, Skíðafæri
Deila
Facebook
Twitter