Bláfjöll á laugardagsmorgni

Þær fréttir bárust frá Þóroddi formanni að talsvert hefði snjóað í Bláfjöllum í nótt og víða væru miklir skaflar. Um ellefuleytið var enn dálítil gjóla og lágarenningur en vind er óðum að lægja og samkvæmt veðurspám á að vera komið hið besta veður fljótlega upp úr hádegi. Ekki munu verða lögð nein spor í dag en það er samt engin ástæða til annars en að drífa sig á skíði. Það er tilvalið að taka ferðaskíðin í dag því á slíkum gripum eru allar leiðir færar um Bláfjöllin og afbragðsfæri. Þeir sem vilja halda sig við brautarskíðin geta svo fljótlega nýtt sér spor hinna til að taka góða æfingu.

Skáli Ullunga verður opinn a.m.k. til kl. 16 og það er tilvalið að líta þar inn. Þar má fá leigð skíði og fá ráðleggingar og tilsögn. Eða bara borða nestið í góðum félagsskap!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur