Nú fer vonandi að styttast í að snjórinn mæti almennilega á svæðið og hægt verði að spenna á sig gönguskíðin. Það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að námskeiðum vetrarins.
Eins og undanfarna vetur verða í boði 5 skipta byrjendanámskeið og hefjast fyrstu námskeið í janúar. Sjá dagsetningar hér að neðan. Þessi námskeið eru nú komin í sölu á vefverslun Ullar, og einnig er komið í sölu 3. skipta framhaldsnámskeið sem að hefst 1. febrúar 2025.
Takmarkaður fjöldi kemst að á hvert námskeið og við hvetjum því alla til að skrá sig sem fyrst!
Í vetur verður einnig boðið upp á 3 skipta námskeið í skautatækni. Dagsetningar fyrir þetta námskeið verða auglýstar á næstunni.
Verð á 5 skipta námskeiðinu er 13..500 kr á mann og verð á 3 skipta framhaldsnámskeiðinu er 8.500 kr á mann.
5 skipta byrjendanámskeið í janúar:
Laugardagur 11.janúar; hópur A kl. 10.00, hópur B kl. 11.30 Mánudagur 13. janúar; hópur A kl 18.00, hópur B kl 19.30 Fimmtudagur 16. janúar; hópur A kl 18.00, hópur B kl 19.30 Mánudagur 20. janúar; hópur A kl 18.00, hópur B kl 19.30 Fimmtudagur 23. janúar; hópur A kl 18.00, hópur B kl 19.30 |
5 skipta byrjendanámskeið í febrúar:
Laugardagur 8. febrúar; hópur A kl. 10.00, hópur B kl. 11.30 Mánudagur 10. febrúar; hópur A kl 18.00, hópur B kl 19.30 Fimmtudagur 13. febrúar; hópur A kl 18.00, hópur B kl 19.30 Laugardagur 15. febrúar; hópur A kl. 10.00, hópur B kl. 11.30 Mánudagur 17. febrúar; hópur A kl 18.00, hópur B kl 19.30 |
3 skipta framhaldsnámskeið í febrúar:
Laugardaginn 1.febrúar kl 11 Mánudaginn 3. febrúar kl 18 Fimmtudaginn 6. febrúar kl 18 |