Bláfjallagangan fer fram við skála Ullunga í Bláfjöllum 2. apríl. Gangan er hluti af Íslandsgöngunni sem er almenningsmótaröð SKÍ.
Boðið verður upp á þrjár vegalengdir, 5 km, 10 km og 20 km og fá þeir sem ljúka 20 km göngu stig í stigakeppni Íslandsgöngunnar. Einnig verður boðið upp á 1 km göngu fyrir börn og hefst hún kl. 12:00.
Gangan hefst kl 13:00 en þó geta þeir sem ekki hafa gengið 20 km á innan við 2 klst. hafið gönguna kl. 12:30.
Skráning hefst á næstu dögum og þá birtast einnig nánari upplýsingar.