Bikarmót, Fjarðargangan og barnamót á Ólafsfirði 26. – 28. febrúar 2016

SKI_150Bikarmót SKÍ fyrir 14 ára og eldri verður haldið á Ólafsfirði 26.– 28. febrúar 2016. Mótið er jafnframt Íslandsmót í lengri vegalengdum 16 ára og eldri. Mótsboð og dagskrá má finna hér: Mótsboð/dagskrá

Forsvarsmönnum skíðafélaga er bent á að þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist fyrir kl 20:00 24. febrúar 2016, sjá nánar í mótsboði.

Auk bikarmóts, verður á laugardeginum gengin Fjarðargangan sem er jafnframt fyrsta gangan í Íslandsgöngunni á þessum vetri. Á föstudeginum og sunnudeginum verða einnig barnamót svo það má með sanni segja að um sannkallaða skíðagönguveislu sé að ræða enda eitthvað í boði fyrir alla. Allar nánari upplýsingar má finna hér.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur