Bláfjallagangan 2015

Smellið á myndina til að stækka hana!
Smellið á myndina til að stækka hana!

Bláfjallagangan fer fram við skála Ullunga í Bláfjöllum 14. febrúar 2015. Bláfjallagangan er hluti af Íslandsgöngunni sem er almenningsmótaröð SKÍ. Gangan hefst kl 13:00 en þó geta þeir sem ekki hafa gengið 20 km á innan við 2 klst. að hefja gönguna kl. 12:30.

Boðið verður upp á þrjár vegalengdir, 5 km, 10 km og 20 km og fá þeir sem ljúka 20 km göngu stig í stigakeppni Íslandsgöngunnar. Keppnisgjald í 20 km göngu er 2.500 kr. en í  5 og 10 km er gjaldið 1.500 kr., 12 ára og yngri greiða 1.000 kr.
Eftir keppni er verðlaunaafhending og kaffisamsæti. Allir þátttakendur fá viðurkenningu og einnig verða útdráttarverðlaun.

Skráning í gönguna er hér á vefnum og skráningarblaðið má opna með því að smella á mynd efst í dálkinum hér til hægri. Skráningu á vefnum lýkur á miðnætti 13. febrúar. Einnig er hægt að skrá sig á keppnisstað til kl 12:00 og er skráningargjald í 20 km þá 3.500 kr.

Fjölmennum í Báfjallagönguna! Áhugi á skíðagöngu hefur aldrei verið meiri en nú og þetta er ganga við allra hæfi. Sá stóri hópur sem hefur fengið tilsögn á byrjendanámskeiðum Ullar ætti að ráða vel við 5 eða 10 km göngu og fyrir þá sem hyggja á lengri göngur síðar í vetur er 20 km ganga nú frábær æfing. Þeir sem vilja prenta myndina hér fyrir ofan til að hengja upp á vinnustöðum, líkamsræktarstöðvum eða annars staðar geta nálgast prenthæfa útgáfu hér:   Blafjallagangan-2015

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur