Góðan dag. Vegna slæms veðurútlits um helgina verður að fresta Bláfjallagöngunni.
Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi hafa horfurnar á laugardag versnað, SA-áttin er fyrr á ferðinni og strax kl. 09 komið hvassviðri. Á sunnudag verður hvöss SV-átt með éljum og að auki verður mikil bleyta eftir nóttina.
Mótanefnd SKÍ mun ákveða nýja dagsetningu og verður hún kynnt þegar hún liggur fyrir.
Veður og færi til skíðagöngu í Bláfjöllum í dag og á morgun á að vera skaplegt og allir hvattir til að notfæra sér það.
Þóroddur F.
Bláfjallagöngunni frestað
- Fréttir, Keppni
Deila
Facebook
Twitter