Nú styttist í stærsta viðburð okkar í vetur en Bláfjallaganga Ullar fer fram 14. – 16. mars nk. Bláfjallagangan er hluti af Íslandsgöngum SKÍ.
Skráning er í fullum gangi og enn er hægt að skrá sig á ódýrara verði eða til og með 29. febrúar. Þann 1. mars munum við svo draga útdráttarverðlaun úr hópi þeirra sem hafa skráð sig fyrir þann tíma. Vegleg útdráttarverðlaun eru í boði frá Everest, GG Sport, og fleiri styrktaraðila göngunnar.
Við hvetjum alla til að vera með og það eru vegalengdir við allra hæfi. Gangan er upplögð fyrir þá sem vilja prófa lengri vegalengdir en líka fyrir þá sem vilja upplifa stemmninguna og kjósa að fara 5 eða 10 km, sem er frábær leið til að eiga góðan dag í brautinni með hundruðum skíðagöngumanna.
Bláfjallagangan er mikilvæg fjáröflun félagsins sem stendur í stórræðum í vetur með uppbyggingu aðstöðunnar í Bláfjöllum og við hlökkum til að taka á móti keppendum og áhorfendum í nýjum skála félagsins og búa til einstaka skíðastemmningu þessa daga.
Dagskrá
14. mars Bláfjallaskautið
16. mars Bláfjallagangan
Sjá frekari upplýsingar á https://blafjallagangan.is/
Skráning á https://netskraning.is/blafjallagangan/