Andrésar andar leikarnir 24.-27. apríl 2013

Nú styttist í stærsta skíðamót landsins, Andréarleikana á Akureyri, en nú þegar hafa á áttunda hundrað börn og unglingar á aldrinum 6-15 ára skráð sig til keppni. Ef fjöldi farastjóra, foreldra og annarra áhangenda er lagður við teljast þeir í þúsundum sem taka þátt í leikunum með beinum eða óbeinum hætti. Keppt er í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum og einnig er keppt í svonefndum stjörnuflokki þar sem fatlaðir eða hreyfihamlaðir eru skráðir til leiks. Keppendur í skíðagöngu eru rúmlega 100, þar af líklega níu frá Ulli.
Andrésarleikarnir eru tvímælalaust hápunktur vetrarins hjá þeim börnum og unglingum sem æfa skíðaíþróttir. Yfirleitt hlakka unglingar til að verða 16 ára en sumir efast þó þegar þeir átta sig á því að þar með eru þeir vaxnir upp úr Andrésarleikunum!
Fréttatilkynningu um leikana og dagskrá má lesa hér:

Fréttatilkynning  –  Dagskrá

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur