English below
Kæru keppendur!
Metþátttaka er í Bláfjallagöngunni í ár og við biðjum ykkur að lesa vel yfir þennan póst.
Hér má sjá hvar flagan er fest og númerið.
Dagskrá
Föstudagur:
16:00-18:00 Afhending skráningargagna í Ferða- og útivistabúðinni Everest í Skeifunni 6, 108 Reykjavík (sjá staðsetningu hér)
Við viljum hvetja alla sem hafa tök á, að koma í Everest til að létta á afhendingu gagna á mótsdag.
Laugardagur:
Gefið ykkur góðan tíma fyrir start. Það verða örugglega rúmlega 320 bílar á bílastæðinu. Verum góð og hjálpum hvert öðru.
07:30 Afhending keppnisgagna hefst
08:30 Afhending keppnisgagna lýkur fyrir 40 km
09:00 Ræsing fyrir 40 km (Tímatakmörk fyrir 40 km er að keppandi þarf að ná 20 km á 2:45 mín)
09:30 Afhending keppnisgagna fyrir 1 km, 5 km, 10 km og 20 km
10:00 Ræsing fyrir keppendur í 1 km, 5 km, 10 km og 20 km
Brautin (sjá kort hér)
Marksvæðið verður lokað af þar til ræst verður út til að halda sporinu hreinu.
Hita má upp í brautinni, bara ekki á mark- og startsvæðinu, þar er viðkvæmur tímatökubúnaður sem gæti truflast.
Brautin er 20 km hringur
Stærsti hringurinn verður 20 km og fara keppendur í 20 km einn heilan stóran hring og keppendur í 40 km tvo hringi. 5 km brautin er með tveimur útgönguleiðum út úr 20 km hringnum og 10 km brautin er með einni útgönguleið úr úr 20 km hringnum, það er efst í brekkunni við Stórahól. Brautarverðir vísa leiðina fyrir 1 km. Brautirnar er teiknaðar og merktar með útgönguleiðum og drykkjarstöðvum á korti sem má sjá hér. Að auki verða brautarverðir og merkingar út í braut.
Drykkjarstöðvar eru tvær
Sú fyrri er eftir 7,5 km við enda brekkunnar við Stórahól.
Sú seinni er við marksvæðið fyrir þá sem fara 40 km.
Verðlaunaafhendingar og kaffisamsæti
Verðlaunaafhending fyrir hvern flokk í Bláfjöllum um leið og keppendur eru komnir í mark.
Þeir fyrstu í karla- og kvennaflokki í 20 km og 40 km fá svo afhenta bikara í kaffisamsætinu kl. 14:00
Allir fá þátttökuverðlaun þegar þeir koma í mark.
Kaffisamsætið er í Valsheimilinu á Hlíðarenda og byrjar kl. 14:00 og er til 16:00
Úrdráttarverðlaun verða afhent samhliða kaffisamsætinu.
Reykjavíkurmeistarar verða ekki krýndir að þessu sinni samhliða Bláfjallagöngunni. Ýmis tæknilega atriði komu upp. Það verður auglýst sérstaklega síðar.
Parakeppni
Enn er hægt að skrá sig í parakeppnina í 20 km og 40km með því að smella hér. Til að finna félaga er hægt að skoða hverjir eru skráðir í gönguna.
Við sjáumst á morgun í Bláfjöllum!
Skíðagöngufélagið Ullur
English short version
Collect bib and chip in Everest today between 4-6PM or in the Ullur hut from 7:30-9:30AM tomorrow.
Be early tomorrow, the car park will be quite full.
40 km start at 9:00AM and others start at 10:00AM.
The start and end zones will be closed until groups are started.
A map of the course with drinking stations can be seen here.
Cake buffet is from 2-4 PM in Valsheimili in Reykjavík.
We are looking forward to seeing you in Bláfjöll tomorrow !
Ullur