Æfingar Ullunga sumarið 2011

Æfingar í sumar fyrir alla fjölskylduna og alla félagsmenn:
Allir ættu að fara á hjólaskíði eftir því sem kostur er í sumar, þeir sem ekki eiga hjólaskíði en hafa áhuga á að fá að prófa láti vita hér á heimasíðunni og þá verður blásið til kynningar/æfingar.

Notið hugmyndirnar sem kynntar eru úr Vasalöparen, hér eða á síðunni „Æfingar sem koma þér í form í sumar“ undir „Æfingar og keppni“.

Æfingastjóri/þjálfari mun stýra eftirfarandi æfingum. Setjið inn á dagatalið:
29. júní kl 20:00- 21:00 – Árbæjarbrekkan, skíðabrekkan við rafstöðina, mæta með stafi, helst 10 sm styttri en skíðastafina t.d. stillanlega göngustafi. Skíðganga-lotur.
13. júlí kl 18:00 – í Bláfjöllum, stafaæfing í skíðabrekkum, grillað á eftir – takið því með nesti. Skíðganga-lotur.
27. júlí kl 20:00- 21:00 – Árbæjarbrekkan, mæta með stafi helst 10 sm styttri en skíðastafina t.d. stillanlega göngustafi. Skíðganga-lotur.
28. júlí – 1. ágúst – landsæfing fyrir alla fjölskylduna. Æfingin verður á Hvammstanga, sjá nánar í bréfi frá Skíðagöngunefnd SKÍ.
17. ágúst kl 20:00- 21:00 – Árbæjarbrekkan, mæta með stafi, helst 10 sm styttri en skíðastafina t.d. stillanlega göngustafi. Skíðganga-lotur.

Þessar upplýsingar hafa einnig verið settar inn á síðuna „Æfingar og keppni“ (svarta stikan efst á þessari síðu). Hugsanlegar breytingar verða einnig færðar inn þar auk þess sem sagt verður frá þeim hér á forsíðunni.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur