Félagsgjöld 2026

Ýdalir, nýr skáli Skíðagöngufélagsins Ullar

Kæru félagar

Nú hefur verið sendur úr reikningur í heimabanka fyrir félagsgjöldum. 

Félagið stendur áfram í framkvæmdum og uppbyggingu í Bláfjöllum. Nýr skáli félagins, Ýdalir, var tekinn í notkun veturinn 2024 en enn á eftir að klára ýmislegt tengt skálanum, bæði frágangur innandyra þar sem eftir er að setja upp salerni, ganga frá innréttingum og gólfefnum og eins að ganga frá utandyra og bæta aðgengi. Síðastliðið ár hefur eldri skáli félagsins, Þóroddsstaðir, verið gerður upp og er þar nú fullkomin aðstaða til þess að bera á skíðin og eins aðstaða fyrir skíðaleigu félagsins. Í haust hafa svo verið áframhaldandi framkvæmdir en meðal annars má nefna að búið er að færa Þóroddsstaði nær Ýdölum og þannig gera alla aðstöðu enn betri. Félagið stefnir að því að bæta aðstöðuna enn frekar og klára verkefni sem tengjast nýja skálanum á næsta ári, en framkvæmdir hafa miðast við fjárhagsstöðu félagsins, en skálarnir eru skuldlaust að fullu í eigu félagins. Félagið hefur einnig fest kaup á nýjum geymslugám sem að búið er að koma fyrir á nýjum stað og farga eldri gámi sem að var ónýtur.

Barna- og unglingastarf félagsins er öflugt og er frábær hópur sem að er við æfingar og keppni á vegum félagsins og einnig er í boði æfingahópur fullorðinna, sem að æfir undir handleiðslu þjálfara þrisvar í viku.

Félagsmenn í Skíðagöngufélaginu Ulli fá einnig góðan afslátt í helstu útivistarverslunum á höfuðborgarsvæðinu og eru afslættirnir eftirfarandi:

Everest: 15% afsláttur á gönguskíðavörum

Fjallakofinn: 15% afsláttur

GG sport: 15% afsláttur

Útilíf: 15% afsláttur af öllum vörum og 20% afsláttur af gönguskíðavörum

Við erum afskaplega þakklát öllum félagsmönnum sem að sjá sér fært að greiða árgjaldið og þannig styðja við áframhaldandi uppbyggingu skiðagönguíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Við hvetjum einnig þá sem að ekki eru félagar til að skrá sig í félagið, en hægt er að skrá sig hér: https://ullur.is/checkout/

Framundan er vonandi frábær skíðavetur og vonumst til að sjá ykkur sem flest á skíðum. Allir eru velkomnir í Ýdali, skála félagsins í Bláfjöllum og verður þar veitingasala um helgar, þegar að opið er á svæðinu.

Ef einhverjar spurningar eru varðandi starf félagsins eða annað, er velkomið að senda póst á ullarpostur@gmail.com

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur