Ari Wendel var sæmdur silfurmerki Skíðasambands Íslands á Skíðaþingi sem að haldið var í október mánuði. Ari sat í stjórn Skíðagöngufélagins Ullar frá árinu 2011 og allt þar til að hann hætti í stjórn síðastliðið vor. Ari hefur lagt gríðarlega mikið til félagsins og til uppbyggingu skíðagöngu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Ari var meðal annarra drifkrafturinn í því að nýr skáli Skíðagöngufélagsins Ullar yrði byggður í Bláfjöllum og hefur haldið áfram að vera geysilega öflugur í starfi félagsins.
Ari er mjög vel kominn að því að hljóta heiðursmerki SKÍ og óskar Ullur honum innilega til hamingju með viðurkenninguna.