Keppnistímabilið hafið hjá Kristrúnu

Keppnistímabilið er hafið hjá landliðskonunni Kristrúnu Guðnadóttur en hún tók um helgina þátt í FIS mótum í Munoio í Finnlandi. Frábært að sjá að Kristrún er komin af stað aftur eftir erfið meiðsli síðastliðinn vetur. Framundan er spennandi vetur með meðal annars Vetrarólympíuleikum í Milano – Cortina í febrúar 2026. Kristrún verður búsett að mestu í Noregi í vetur og hefur þar möguleika á að æfa og keppa við bestu aðstæður. 

Úrslit frá mótinu í Finnlandi um helgina má finna hér: https://www.skimuonio.fi/tulokset?lang=en

Skíðagöngufélagið Ullur er stolt af Kristrúnu og óskum henni alls hins besta á keppnistímabilinu sem að er framundan!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur