Hið árlega hjólaskíðamót Ullar fór fram í Fossvogsdalnum við frábærar aðstæður í morgun. Aðstæður voru eins og best var á kosið enda bjartur, hlýr og þurr dagur.
Samtals 17 keppendur tóku þátt að þessu sinni og mátti sjá keppendur úr Ulli, SKA og SFí á fleygiferð í dalnum.
Sigurvegari í karlaflokki 16 ára og eldri var Dagur Sigurðsson frá Ísafirði en sigurvegari í kvennaflokki Sigurlaug Hjaltadóttir, Ulli. Öll úrslit má sjá fyrir neðan.
Að loknu móti voru veitt vegleg útdráttarverðlaun frá verslununum Everest, GGsport og Útilífi.
Takk allir fyrir komuna í dag!