Bikarmót SKÍ í Bláfjöllum

Úrslitariðill kvenna á Bikarmóti SKÍ í Bláfjöllum 2024

Það var líf og fjör í nýja Ullarskálanum í kvöld þegar fyrsti keppnisdagur á bikarmóti SKÍ í skíðagöngu fór fram. Keppt var í sprettgöngu með frjálsri aðferð í ljómandi góðum aðstæðum þó vindurinn hafi í upphafi verið helst til mikill. Að öðru leiti var bjart og fallegt veður og allt til reiðu fyrir skemmtilega keppni. Undanrásir hófust kl. 18:00 og lauk með úrslitasprettum um kl. 19:30.

Skíðagöngufélagið Ullur á samtals 13 keppendur á mótinu í öllum aldursflokkum af rúmlega 40 keppendum.

Úrslit frá mótinu í dag má nálgast á timataka.net. Stöðuna í bikarkeppninni má svo finna hér.

Á morgun, laugardag, fer fram keppni í lengri vegalengdum með hefðbundinni aðferð. Ræst verður út með 30 sekúndna millibili og hefst keppni kl. 11:00. Skíðagöngufélagið Ullur hvetur allt áhugafólk um skíðagöngu að kíkja í Bláfjöll, skoða nýja skálann og fylgjast með besta skíðafólki landsins keppa!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur