Bikarmót SKÍ – öðrum keppnisdegi lokið

Fljótustu 13-14 ára skíðagöngustrákarnir á bikarmóti í Bláfjöllum

Annar keppnisdagur bikarmóts SKÍ í Bláfjöllum fór fram í dag við góðar aðstæður, sól og bjart en heldur kalt. „Bláfjallalognið“ var á sínum stað og góða stemming allt um liggjandi.

Um 40 keppendur voru skráðir til leiks, þarf af þrír erlendir, í öllum flokkum frá 13 ára og upp úr. Fyrstir af stað voru keppendur á FIS-móti, fyrst konur 17 ára og eldri (7,5 km) og í kjölfarið á þeim fóru karlar 17 ára og eldri (7,5 km). Þar gengu María Kristín Ólafsdóttir úr Ulli og Ævar Freyr Valbjörnsson SKA brautina á bestum tíma. Bikarkeppnin er svo keyrð samhliða FIS mótinu og eru veitt sérstök verðlaun fyrir aldursflokkana 17-18 ára og svo 19-20 ára. Úrslit úr þessum flokkum má nálgast hér undir. Þá gegnur 15-16 ára drengir og stúlkur (5 km) í kjölfarið. Í drengjaflokknum átti Ísfirðingurinn Eyþór Freyr Árnason besta tímann og Ólafsfirðingurinn Svava Rós Kristófersdóttir sigraði stúlknaflokkinn. Að lokum gengu 13-14 ára drengir og stúlkur sína 3,5 km. Þar var fljótastur í drengjaflokki Jökull Ingimundur Hlynsson Skíðafélagi Strandamanna og María Sif Hlynsdóttir frá Ísafirði var fljótust stúlkna.

Öll úrslit frá mótinu má sjá hér og stöðuna í bikarkeppninni má svo nálgast hér

Á morgun fer svo fram lokadagur bikarmótsins þegar keppt verður með frjálsri aðferð. Aftur hvetur Ullur alla aðdáendur skíðagöngu og aðra áhugasaman að kíkja í nýja Ullarskálann og fylgjast með keppninni sem hefst klukkan. 11:00. Og auðvita taka skíðin með og ganga nokkra kílómetra sér til heilsubótar og ánægju!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur