Breyttar tímasetningar í Bláfjallagöngunni 2. apríl

Ákveðið hefur verið að flýta ræsingu í Bláfjallagöngunni um klukkutíma frá því sem áður var gert ráð fyrir.
Tímasetningar verða sem hér segir:

  • Kl. 12:00 hefst 1 km ganga fyrir börn
  • Kl. 12:30 verður forræsing í 20 km göngu fyrir þá sem ekki hafa áður lokið 20 km skíðagöngu á innan við 2 tímum
  • Kl. 13:00 verður almenn ræsing í 5, 10 og 20 km.

Eftir gönguna verður verðlaunaafhending og kaffisamsæti í Bergþórshvoli við Selásbraut 98 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 15:30 og verðlaunaafhending hefst kl. 16:00. Allir þátttakendur fá þátttökuverðlaun og einnig verða útdráttarverðlaun.

Munið að skráningu á vefnum lýkur föstudaginn 1. apríl kl. 14.00 en einnig verður hægt að skrá sig á staðnum á keppnisdag til kl. 12:00.

Sjáumst í Bláfjöllum á laugardaginn.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur