Stjórn Ullar hefur ákveðið að bjóða upp á skíðaæfingar á þriðjudögum kl. 18.00. Æfingarnar miðast við þá sem hyggjast keppa í skíðagöngu í vetur eða leggja stund á lengri skíðagöngur svo sem Bláfjallagönguna, Fossavatnsgönguna og Vasa og hefur stjórnin fengið nokkrar valinkunnar kempur til að stjórna æfingunum. Fara Jakob Einar Jakobsson og Einar Ólafsson þar fremstir í flokki og mun Jakob Einar ríða á vaðið næsta þriðjudag, þann 14. janúar. Ætlunin er að prófa þetta fyrirkomulag næstu fjórar til fimm vikurnar og sjá svo til með framhaldið eftir því hvernig til tekst. Til að byrja með verður ekki tekið gjald af þátttakendum. Gunnlaugur Jónasson annast þessar æfingar af hálfu félagsins og eru þeir sem hafa áhuga beðnir að senda honum póst á gj@hive.is.
Skíðaæfingar í Bláfjöllum
- Æfingar
Deila
Facebook
Twitter