Æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar

Aefingabudir vor 2014-01Æfingabúðir Ísfirðinga eru löngu orðnar landsfrægar og þangað þyrpist skíðagöngufólk af öllu landinu til að bæta kunnáttu og tækni í skíðagöngu. Nú líður að æfingabúðum enn einu sinni en þær verða 30. janúar til 2. febrúar. Nánari upplýsingar um þær má fá með því að smella á myndina hér til hliðar. Annað námskeið verður svo haldið 20. til 23. febrúar.
Þeir sem vilja tryggja sér skíðakennslu eins og hún gerist best á Íslandi ættu að skrá sig sem fyrst á  fossavatn@fossavatn.com

Nánari upplýsingar veitir Kristbjörn R. Sigurjónsson í síma 8960528 eða bobbi@craft.is

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur