Vegan veðurútlits var ákveðið að ljúka Andrésarleikunum í gær og var unga fólkið eðlilega þreytt þegar kom að boðgöngunni. Allir gerðu sitt besta og var gaman að sjá hvað þeir hafa tekið miklum framförum i vetur og njóta þess að vera á gönguskíðum. Það minnir okkur hina fullorðnu á að undirbúa æfingar næsta veturs vel og jafnvel huga að því hvað hægt er að gera í sumar til þess að þessi hópur og fleiri, nái sem best saman og hafi gaman af samverunni. Fararstjórarnir Óskar og Birgir voru ómetanlegir við að undirbúa skíðin og Darri sáum um nestiskassann. Takk fyrir frábæra daga á Andrés.
Þóroddur F.
Andrésarleikunum lauk í gær
- Fréttir, Keppni
Deila
Facebook
Twitter