Fulltrúar okkar Ullunga stóðu sig með ágætum í hefðbundnu göngunni í dag en alls áttum við 9 keppendur af rétt um 100. Aðstæður voru erfiðar, sérstaklega í byrjun og hurfu þau yngstu út í hríðina um 100 m frá rásmarkinu en veðrið skánaði er á leið. Allir luku keppni og var virkilega gaman að fylgjast með hópnum. Arna Eiríksdóttir var fyrst Íslendinga í flokki 9-10 ára, Birgitta Birgisdóttir í þriðja sæti í flokki 11 ára, og Hlín Eiríksdóttir í þriðja sæti í flokki 12 ára. Ljóst er að miklar framfarir eru hjá okkar unga fólki í vetur og er hér kominn kjarni sem við verðum að hlúa að og bjóða upp á markvissari æfingar á næsta vetri.
Þóroddur F.