Það er talsvert mikil aðsókn að námskeiðum morgundagsins. Á það sérstaklega við námskeiðið kl. 11 en þar styttist í að loka þurfi fyrir skráningu þeirra sem þurfa að fá lánuð skíði. Við mælumst því til að þeir sem ekki hafa skráð sig og þurfa að fá lánuð skíði velji fremur námskeiðið kl. 14 ef það hentar þeim ekki illa. Það er enn nóg pláss á báðum námskeiðum fyrir þá sem koma með eigin skíði.
Mikil aðsókn að námskeiðum
- Námskeið
Deila
Facebook
Twitter