ÆFING fyrir lengra komna er stefna í göngumót, kl. 11:00 undir stjórn Óskars Jakobssonar
NÁMSKEIÐ fyrir byrjendur og þá sem vilja bæta sig í skíðagöngu. Annað námskeið vetrarins verður laugardaginn 21. janúar og hefst kl. 13:00 við skála Ullunga í Bláfjöllum. Þátttakendur eru beðnir að mæta kl. 12:30 og námskeiðinu lýkur kl 14:30.
Þátttökugjald er kr 1.000 og greiðist á staðnum. Hægt er að leigja (takmarkaður fjöldi) gönguskíði og skó til að nota á námskeiðinu fyrir 500 kr.
Æskilegt er að fólk skrái sig á námskeiðið svo hægt sé að undirbúa það sem best, t.d. að tryggja hæfilegan fjölda kennara. Langbest er að það sé gert hér á vefnum með því að smella á myndina efst í dálkinum til hægri, fylla í reitina sem þá birtast og smella síðan á „Submit“.
Ef einhverjar spurningar vakna er ágætt að bera þær fram með því að “rita ummæli” við þennan pistil, þá verður þeim svarað.
SNJÓDAGURINN á sunnudaginn, þá gefst öllum tækifæri til að prófa gönguskíði milli kl 12 og 14 við skála Ullunga og fá fyrstu tilsögn, nánar um það síðar.
Þóroddur F.