Úrslit í Bláfjallagöngunni 2013

Bláfjallagangan 2013 fór fram laugardaginn 16. febrúar í ágætu veðri. Sólin skein glatt og frostið var tvö til þrjú stig en vindurinn kannski óþarflega mikill sums staðar þó að hann væri hvergi til vandræða. Snjórinn var þéttur svo hvergi skóf í sporið. Sumir kvörtuðu yfir að færið væri þungt og erfitt að fá gott rennsli en ekki var þó annað að sjá en allir kæmu ánægðir í mark.

Það voru 56 sem luku göngunni og úrslit má sjá með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan. Þar má auk lokatíma sjá millitíma og tíma á einstökum hringjum. Nokkrar villur hafa verið leiðréttar frá þeim bráðabirgðaúrslitum sem birt voru í gærkvöldi en þær tengdust flestar því að fáeinir keppendur völdu sér annan rástíma en tímaverðir höfðu gert ráð fyrir. Fljótlega verða reiknuð Íslandsgöngustig og birtar myndir.

Þökkum fyrir frábæran dag í Bláfjöllum!

Úrslit í Bláfjallagöngunni 2013

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur