Ullungurinn – Skíðagönguáskorun

Ullungurinn – Skíðagönguáskorun

Ullungurinn er skíðagönguáskorun sem hentar öllum, og hefur bara eitt markmið, að stunda skíðagönguna á forsendum hvers og eins, og stuðla að heilbrigðum lífsstíl í þessari frábæru íþrótt. Í lok tímabils munum við útnefna Ullunginn 2025 í karla- og kvennaflokki á lokahófi Skíðagöngufélagsins Ullar, fyrir þá aðila sem safna flestum stigum samtals, í þremur flokkum og ýmsum aukaflokkum.

Heilsuefling

Stunda skíðagöngu sem mest á tímabilinu 1. janúar til 15. maí og safna sem flestum kílómetrum, hvar sem er á landinu. Fyrir hverja 10 km sem skráðir er í Strava hóp Ullungsins verður gefið 1 stig.
Skráið ykkur í Stravahóp Ullungsins 2025 til að vera með.

Viðburðir

Skíðagöngufélagið Ullur mun standa fyrir viðburðum þar sem þátttakendur fá stig fyrir að mæta og ganga þá braut sem verður í boði. Hérna gildir að mæta á sem flesta viðburði og ganga saman:

  • Hólmsheiði (5 stig) – dags auglýst síðar
  • Heiðmörk (5 stig) – dags auglýst síðar
  • Bláfjallagangan 22. mars (10 stig)

Viðburðir munu verða auglýstir á heimasíðu Ullar og á Fackbook síðu félagsins.

Íslandsgöngur

Allir sem skrá sig undir merkjum Ullar í Íslandsgöngum á tímabilinu fá 5 stig fyrir hverja göngu. Hérna gildir að mæta í sem flestar Íslandsgöngur undir merkjum Ullar. Göngurnar eru 7 talsins víða um land og finna má frekari upplýsingar um þær á vef SKÍ.

Fyrsta gangan er Súlur Vertical á Akureyri um helgina, 25. janúar.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur