Það stefnir í fallegan dag í fjöllunum, skálinn verður opinn frá kl 10 til 17, gönguskíðabúnaður til leigu fyrir fullorðna en börn borga ekkert, aldrei að vita nema boðið verði upp á kakó og vöfflur. Á ekki von á öðru en að spor verði lagt upp á heiði, 12 km.
40 manns mættu á námskeiðin í gær og tókust þau vel þrátt fyrir smá gjólu. Athyglisvert er að 25 af þátttakendum eiga ekki gönguskíði og fengu allan búnað lánaðan hjá okkur.
Þökkum stuðningsaðilum, Olís og Ferðaþjónustu bænda, fyrir að gera okkur kleift að hafa námskeiðin að undanförnu ókeypis fyrir alla þátttakendur.
Þóroddur F.