Skíðamót Íslands 2024

Skíðamót Íslands í skíðagöngu fór fram um síðustu helgi á Ísafirði. Eftir seinkun vegna veðurs byrjaði mótið laugardaginn 23.mars og stóð fram á þriðjudaginn 26.mars. Þetta var sannkölluð skíðaveisla og stóðu Ullungar sig frábærlega.

Fyrsti keppnisdagur var 10 km skaut fyrir 17 ára og eldri og liðasprettur fyrir 13-16 ára. Þar tóku stelpur Ullar, 17 ára eldri, fyrstu 3 sætin. Kristrún Guðnadóttir varð Íslandsmeistari, eftir henni voru María Kristín Ólafsdóttir og Sigríður Dóra Guðmundsdóttir. Í karlaflokki 17 ára og eldri var Hjalti Böðvarsson í 2. sæti í flokknum 17-18 ára. Í liðaspretti var Ullur með 3 sveitir og keppendur þar voru Elías Mar Friðriksson og Vala Kristín Georgsdóttir, Áslaug Yngvadóttir og Sóley Erla Arnardóttir, Matthías Karl Ólafsson og Daði Pétur Wendel.

Á öðrum keppnisdegi var keppt í hefðbundinni aðferð þar sem 17 ára og eldri gengu 15 km, 15-16 ára 5 km og 13-14 ára 3,3 km. Þetta var erfið og löng ganga, sérstaklega hjá eldri krökkunum þar sem fór að bæta í vind eftir því sem leið á. En Ullungar eru nú vanir veðri og vindi í Bláfjöllum og stóðu sig eins og hetjur. Vala Kristín Georgsdóttir tók Íslandsmeistara titil í 15-16 ára og Kristrún í flokki kvenna 17 ára og eldri.

Á mánudeginum, þriðja keppnisdegi, var frjáls aðferð hjá13-16 ára krakka og hefðbundin sprettur fyrir 17 ára og eldri. Hér sýndi Hjalti Böðvarsson hvað í honum býr og náði 3. sæti í 17 ára og eldri flokki. Þar sem hann er á yngsta ári er þetta virkilega góður árangur. Þá varð Kristrún Íslandsmeistari í spettgöngu kvenna og Vala Kristín Georgsdóttir í flokki 15-16 ára stúlkna, Frábært árangur hjá þeim stöllum!

Á síðasta degi var svo liðasprettur fyrir eldri krakkana og þar urðu þær Kristrún Guðnadóttir og María Kristín Ólafsdóttir Íslandsmeistarar fyrir Ull. Þær Sigríður Dóra Guðmundsdóttir og Þuríður Yngvadóttir enduðu í 5 sæti. Í karlaflokki enduðu Hjalti Böðvarsson og
Ólafur Thorlacius Árnason í 5 sæti en skemmtilegt er að segja frá því að það eru akkúrat 20 ár síðan að Ólafur Th. keppti síðast á Skíðamóti Íslands. Tilvalið að halda upp á það með því að skella sér í liðasprettinn! Frábær endir á góðri helgi, þar sem allir krakkarnir stóðu sig frábærlega og miklar framfarir frá síðasta ári og við erum bara rétt að byrja.

Öll úrslit mótsins eru á timataka.net en svo má sjá fleiri myndir frá mótinu á facebook síðu mótsins, Skíðamót Íslands Ísafir ði 2024 – Skíðaganga

Núna tekur undirbúningur fyrir Andrés Andar-leikana og Fossavatnsgönguna í apríl. Gleðilega Páska!!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur