Sunnudaginn 5. mars stendur Ullur fyrir námskeiðum í skíðagöngu í Bláfjöllum, fyrir byrjendur og aðra sem vilja ná svolítið betri tökum á göngutækninni. Námskeiðið hefst kl. 11:00 og stendur í rúma klukkustund. Smelltu hér til að skoða staðsetningu Ullarskálans í Bláfjöllum, þar sem æfingarnar fara fram.
Um 40 manns komast á námskeiðið og verður leiðbeinandi á hverja 7-8. Námskeiðið kostar 3.000 kr., þeir sem þurfa að fá lánaðan búnað greiða 2.000 kr. að auki en ekki má treysta því að fleiri en 15 geti fengið lánaðan búnað námskeiðinu.
Skráning og greiðslur
Nauðsynlegt er að fólk skrái sig á námskeiðið og má gera það með því að smella á myndina efst í dálkinum hér til hægri og fylla út eyðublað sem þá birtist. Skráningar taka gildi þegar greiðsla skráningargjalds hefur farið fram. Athugið, ef leigja á skíði þarf að greiða fyrir skíðaleiguna um leið og greitt er fyrir námskeiðið.
Greiðsluupplýsingar:
Skíðagöngufélagið Ullur
Kennitala: 600707-0780
Reikningsnúmer: 0117-26-6770
Skýring: BYR4MAR 2017
Kvittun sendist til: ullarpostur@gmail.com
Vinsamlega greiðið aðeins eitt gjald í hverri færslu þannig að hægt sé að sjá fyrir hvaða þátttakanda er verið að greiða eða sendið póst á ullarpostur@gmail.com þar sem kemur fram hver borgar fyrir hvern.
Vakin er athygli á því að eins og á öðrum skíðasvæðum þarf að kaupa skíðakort sem gildir í brautirnar í Bláfjöllum en það er ekki innifalið í námskeiðum sem haldin eru á svæðinu.
Smelltu hér til að skoða gjaldskrá skíðasvæðisins í Bláfjöllum, en dagskort kostar 950 kr. Hægt er að greiða fyrir dagskort með korti í skála Ullar.