Það hefur gengið með eindæmum illa að halda þau skíðagöngunámskeið sem áætluð voru í Bláfjöllum og við finnum greinilega að ýmsir eru orðnir óþolinmóðir að bíða. Þá er spurning hvort ekki er snjallt að tryggja sér vandað námskeið við mun tryggari aðstæður en hægt er að bjóða hér á suðvesturhorninu og bregða sér til Ísafjarðar um helgina. Þá gengst Fossavatnsgangan fyrir námskeiði fyrir bæði byrjendur og lengra komna og þeir sem áður hafa tekið þátt í slíkum æfingabúðum þreytast ekki á að lofa þær.
Á myndinni hér til hliðar má sjá hvað er í boði. Smellið á myndina til að stækka hana.