Námskeið
Námskeiðið er 6 skipti þar af er eitt skipti þar sem farið verður í alla helstu þætti skíðagöngunnar eins og skíðatækni, klæðnað, búnað og smurningskennslu. Búnaðar- og smurningskennsla verður haldin einhvern daginn þegar vont veður verður.
Verð á námskeiðið er 12.000kr.
Félagsaðild í Ulli er skilyrt fyrir námskeiðið.
Brautargjald er ekki innifalið í námskeiðsgjöldum. Hægt er að greiða fyrir dagspassa á heimasíðu Bláfjalla en þar er einnig hægt að kaupa vetrarkort, www.skidasvaedi.is
Hægt er að leigja skíðabúnað hjá Ulli fyrir þá sem eru á námskeiðinu, skiptið er 2.000kr eða 10.000kr fyrir 5 skipti.
Flokkur: Námskeið
12.000kr.