Í dálkinum hér til hægri má smella á myndakrækju sem sækir myndasafn félagsins en þar má finna margar ágætar myndir sem tengjast starfsemi félagsins á liðnum árum. Þarna hefur hins vegar lítið bæst við í vetur. Nýjasta mappan er frá hjólaskíðamóti sem Ullur stóð fyrir í september og eina myndin, sem vefnum hefur borist síðan þá, er myndin hér til hliðar, ágæt mynd sem Árni Tryggvason tók af þátttakendum í skíðagöngunámskeiði fyrir almenning laugardaginn 21. janúar síðastliðinn.
Hafa ekki fleiri tekið myndir sem ættu erindi á myndavefinn? Þeir, sem vilja leyfa okkur hinum að njóta þeirra líka, eru beðnir að hafa samband við vefstjóra (krækja neðst í hægri dálki) og annað hvort senda honum myndirnar eða fá leiðbeiningar um hvernig þeir geta sett myndirnar sjálfir á vefinn.