Bláfjallagangan

Bláfjallagangan fer fram í Bláfjöllum, við skála Ullunga, 19. mars 2022. Gangan er hluti af Íslandsgöngunni og er frá árinu 2020 hluti af Euroloppet.

Bláfjallagangan fer fram á fallegu svæði og liggur brautin meðal annars upp á Heiðina háu þar sem að útsýnið er frábært í góðu veðri. Bláfjallagangan er sérstaklega hentug fyrir hinn almenna skíðaiðkanda sem og keppnisfólk og hafa vinsældir Bláfjallagöngunnar aukist ár frá ári.

Vegalengdir sem að eru í boði:

40 km fyrir 17 ára og eldri:  Skráningargjald er 7.000 kr.  Þessi vegalengd telur til stiga í Íslandsgöngunni. Ath tímamörk eru í 40km; keppandi þarf að ná að klára fyrstu 20km á innan við 2klst og 45mín.

5 km, 10 km og 20 km: Skráningargjald er 5.000 kr. 
12 ára og yngri greiða 1.000 kr.