Leiðbeiningar um skíðakaup

Það er mikilvægt að þeir, sem kaupa sér gönguskíði og annan búnað fái réttar og góðar ráðleggingar hjá sölumönnum. Því miður virðist of oft vera misbrestur á því að sölumenn hafi nógu góða þekkingu á skíðagönguvörum. Þeir sem hyggja á skíðakaup ættu því að nota það tækifæri sem býðst á morgun, fimmtudag 14. febrúar, en þá verður Birgir Gunnarsson í versluninni Everest í Skeifunni kl. 16-18 og leiðbeinir um val á gönguskíðum. Þar er nýkomin sending af skíðavörum þannig að nóg á að vera til. Birgir er líklega sá Ullungur sem er hvað fróðastur um skíðagöngubúnað, og reyndar flest annað sem við kemur skíðagöngu, og það kaupir enginn köttinn í sekknum sem fer að hans ráðum.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur