Kristrún Guðnadóttir með flottar framfarir á sænska meistaramótinu í skíðagöngu

Kristrún Guðnadóttir keppir á sænska meistaramótinu í Falun 2026

Sænska meistaramótið í skíðagöngu fer fram um helgina og þar er skíðakonan Kristrún Guðnadóttir úr Ulli meðal keppenda. Hún hefur nú lokið tveimur greinum og sýnt miklar framfarir frá því fyrir jól.

Í gær keppti Kristrún í hefðbundinni göngu og endaði í 44. sæti af 60 keppendum, sem er góður árangur í sterku alþjóðlegu móti. Í dag tók hún þátt í sprettgöngu, einnig í hefðbundinni aðferð, og náði að komast í úrslitakeppnina. Þar féll hún úr leik í fjórðungsúrslitum eftir óheppilegt atvik: hún lenti í smá klemmu fyrir aftan annan keppanda sem hlektist á og tafði þær báðar. Þetta gerði henni erfitt fyrir að halda upp hraðanum það sem eftir var af brautinni. Hún missti aðra keppendur of langt frá sér til að ná áfram í undanúrslit. Kristrún endaði í 18. sæti af 62 keppendum.

Þrátt fyrir smá óheppni sýna frammistöðurnar að Kristrún er á réttri leið. Fyrir jól átti hún í basli með formið, en hún einsetti sér að æfa vel í desember og yfir hátíðarnar – og það virðist vera að skila sér.

Á morgun bíður hennar 10 km ganga með frjálsri aðferð, og verður spennandi að sjá hvort hún heldur áfram að byggja ofan á þessar flottu framfarir.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur