Það er óhætt að segja að þessi misserin séu annasöm hjá afreksfólki Ullar. Keppnistímabilið er að ná hámarki og mörg verkefni fram undan auk þess sem keppnistímabilið hér heima er hafið.
Fróði Hymer
Fróði tók þátt í fyrsta bikarmóti norska Skíðasambandsins 6.-8. janúar. Fróði keppir í flokki M18 (menn 18 ára). Keppnisdagarnir voru þrír, hefðbundin sprettganga á föstudeginum, á laugardeginum var 10 km ganga með frjálsri aðferð og loks 15 km ganga með hefðbundinn aðferð. Árangurinn var hrein út sagt frábær og líklega einn sá besti sem íslenskur skíðagöngumaður hefur náð erlendis undanfarin ár. Fróði endaði 30. í sprettgöngu, á laugardeginum varð hann 21. og lokaði svo helginn með því að enda í 8. sæti í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð. Um hundrað drengir keppa í hans flokk. Úrslit frá mótinu og aðrar upplýsingar má finna hér.
Undanfarin ár hefur Fróði keppt fyrir Skíðagöngufélagið Ull, ýmist á Andrésar Andar leikunum eða skíðalandsmóti. Á skíðalandsmóti Íslands í fyrra gerði Fróði sér lítið fyrir og vann allar sínar göngur.
Fróði dvelur núna á Ítalíu þar sem hann keppir á Ólympíuhátíð æskunnar sem hófst á mánudaginn.
Sigríður Dóra Guðmundsdóttir
Ásamt Fróða keppir Sigríður Dóra nú á Ólympíuhátíð æskunnar á Ítalíu. Setningarathöfn leikanna fór fram 21. janúar og fyrsti keppnisdagur skíðagöngu var mánudagurinn 23. janúar. Fyrr á þessu ári tók Sigríður Dóra þátt í æfingabúðum Hæfileikamótunar Skíðasambands Íslands sem fóru fram í Noregi þar sem æfingar gengu vel fyrir leikana og önnur verkefni. Auk Sigríðar Dóru voru með í för fleiri Ullungar, þau Fróði Hymer, María Kristín Ólafsdóttir, Hildur Lilja Traustadóttir, Hjalti Böðvarsson og Bessi Páll Einarsson. Allar frekari upplýsingar um Ólympíuhátíð æskunnar má finna hér.
Kristrún Guðnadóttir
Keppni á Norska meistaramótinu hófst 19. janúar og Kristrún þar á meðal þátttakenda. Kristrún keppti í sprettgöngu þann 19. janúar og endaði í 48. sæti og komst ekki í úrslit. Daginn eftir var keppt í 10 km göngu með frjálsir aðferð og endaði Kristrún í 55. sæti af tæplega 70 keppendum. Norska meistaramótið er eitt alsterkasta mót sem fram fer í heiminum og má segja að einungis heimsbikarinn og Skandinavíu bikarinn séu sterkari. Keppni í skiptigöngu var frestað vegan kulda en frost fór niður fyrir -20°C þegar keppni átti að fara fram. Frábær árangur hjá Kristrúnu!
Snorri Einarsson
Snorri hóf keppnistímabilið í heimsbikarnum í Lillehammer í Noregi í byrjun desember á síðasta ári. Þar keppti Snorri í 10 km göngu með frjálsri aðferð og hefðbundinni 20 km göngu með hópstarti. Frjálsa aðferðin gekk betur og endaði Snorri í 52. sæti af 80 keppendum. Fyrr á tímabilinu keppti Snorri á FIS-móti í Finnlandi þar sem hann náði 13. sæti af um 90 keppendum í 15 km göngu með frjálsri aðferð og 44. sæti af um 140 keppendum í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð. Að auki hefur Snorri keppt í Skandinavíu bikarnum í Östersund í Svíðþjóð með góðum árangir og FIS móti í Hliðarfjall á Akureyri þar sem hann vann allar sínar göngur.
Næsta stóra verkefni hjá Snorra er heimsbikarmót í Les Rousses í Frakklandi dagana 27. – 29. Janúar. Það verðu gaman að fylgjast með Snorra keppa þar!