Hjólaskíðafólki stefnt á Akranes

Hugmyndin er að þeir sem stunda hjólaskíðaæfingar hjá Ulli hittist á Akranesi nk. sunnudag. Er það ætlað sem skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum æfingum í borginni og að gaman sé fyrir fólk að hittast í nýju og framandi umhverfi, en á Akranesi er ágætt stígakerfi sem hentar vel fyrir hjólaskíðin. Ætlunin er að hittast við íþróttamiðstöðina og sundlaugina á Jaðarsbökkum kl. 15 þar sem hægt er að skipta um föt og fara í sturtu að lokinni léttri skíðaæfingu. Þórhallur Ásmundsson eini hjólaskíðamaðurinn á Akranesi og Ullungur tekur þar á móti hópnum og leiðseigir síðan um stígakerfi bæjarins. Að lokinni rúmlega klukkustundar langri æfingu og sturtu verður síðan skroppið heim til Þórhalls á Jaðarsbraut 9 í kaffi og spjall um skíðalífið á vetri komanda. Þeir sem hafa hug á að mæta á Skagann eru beðnir að hafa samband við Þórodd s. 861-9561/doddifr@gmail.com upp á að fólk sameinist í bíla.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur