Áframhaldandi líf á síðunni

Mér finnst nýja síðan okkar fara ansi líflega af stað og vonandi að svo verði áfram.
Til þess að það geti orðið þarf fólk að vera duglegt við að setja inn skemmtilegt og fjölbreytt efni eins og Hengilmænan er gott dæmi um.

Mér dettur t.d. í hug:
1. Að einhver þeirra Ullunga sem þátt tóku í samæfingunni á Ísafirði um síðustu helgi skrifi ferðasöguna og hvernig það fór fram.

2. Stjórnin gæti upplýst almenna félagsmenn um hvort hún hafi aðhafst eitthvað eða ályktað í heita hundamálinu (hot dog) og hver viðbrögð hafa verið.

3. Þeir sem búa yfir athyglisverðum fróðleik eða geta bent á góðar heimasíður komi því á framfæri.

Svo er vafalaust eitthvað allt annað tengt gönguskíðum sem fólki gæti fundist áhugavert að lesa um.

kveðja Eiríkur

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur