Æfingahópur Ullar veturinn 2025-2026
Markmið hópsins er að leyfa öllum aldurshópum að taka þátt í skíðaiðkun hjá Ulli, kynna hvað skíðaiðkun er góð hreyfing. Hópurinn er ætlaður 18 ára og eldri.
Yfirjálfari: Gígja Björnsdóttir
Þjálfarari: Kristján Sigurðsson og Yngvi Guðmundsson
Æfingatímar:
Þriðjudagar kl. 17.30 (færist til 18 þegar æfingar færast á snjó)
Fimmtudagar kl. 17.30 (færist til 18 þegar æfingar færast á snjó)18
Laugardagar kl. 10
Æfingahópur Ullar er fyrir alla sem langar að stunda skíðagöngu, bæði þá sem stefna á að sigra sjálfan sig og aðra í keppnum og einnig þá sem hafa það að meginmarkmiði að njóta þess að stunda skíðagöngu í góðum félagsskap. Æfingar eru settar upp þannig að þær henti bæði þeim eru lengra komnir og þeim sem eru tiltölulega nýbyrjaðir í sportinu.
Gert er ráð fyrir að hópnum sé skipt upp ef þess þarf eftir getustigi/áhuga.
Æfingavikan er að jafnaði:
Þriðjudagar : Tækniæfing. Ýmist er hópurinn saman að gera tækniæfingar og fara í leiki sem auka tæknilega færni EÐA að hópurinn skíðar sjálfur og þjálfari tekur litla hópa í einu í tæknileiðsögn. Gígja er þjálfari á þessum æfingum og yfirleitt annar þjálfari með.
Fimmtudagar : Interval. Stýrt af þjálfurum skv. Leiðbeiningum frá Gígju.
Laugardagar : Langtur. Stýrt af þjálfurum skv. Leiðbeiningum frá Gígju.
Hjólaskíði – Stafahlaup / Stafaganga – Skíðaganga
Skíðaganga.
Ef tækifæri er til að fara á skíði er alltaf farið á skíði. Bláfjöll eru yfirleitt fyrsti kostur fyrir tækniæfingar en fyrir interval og langtur verða svæði í Heiðmörk og Hólmsheiði einnig notuð.
Hjólaskíði og stafahlaup/stafaganga
Á meðan færi er til verða tækniæfingar alltaf á hjólaskíðum.
Reiknað er með að fimmtudagar og laugardagar verði ýmist á hjólaskíðum eða hlaup/ganga. Ef um hlaupa/gönguæfingar er að ræða er reynt að fara á eitthvað fell eða fjall þannig að hægt sé að taka æfinguna án þess að hlaupa, þ.e. Að hægt sé að fara í fjallgöngu eða taka tempógöngu með stafi. Einnig verða stundum gerðar verða æfingar á hlaupa/gönguæfingum sem undirbúningur og styrkur fyrir skíðagöngu.
Þegar hálkan mætir á svæðið og beðið er eftir snjónum verða allar æfingar hlaup/ganga.
Gefin verður út æfingaáætlun fyrir hópinn sem miðar að því að undirbúa iðkendur fyrir Íslandsgöngurnar, sem og aðrar göngur sem stefnt er að í vetur. Fyrsta Íslandsgangan er um miðjan janúar á Akureyri.
Stefnt er að því að hópurinn fari saman í amk einhverjar Íslandsgöngur, nánari skipulagning fyrir það kemur síðar.
Athugið að skíðaganga er eðli málsins samkvæmt háð snjóalögum og veðri. Mikilvægt er að iðkendur fylgist vel með staðsetningu og upplýsingum um æfingar. Staðsetning liggur oft ekki fyrir fyrr en á síðustu stundu (fyrir æfingar á snjó) og eins hvort við getum verið á hjólaskíðum eða hvort við verðum á hlaupaskóm. Allar upplýsingar og tilkynningar eru á Abler.
Stefnt er að því að vera alltaf með æfingu á skipulögðum tímum, en þegar æfingar eru komnar á snjó gæti fyrirkomulagið hliðrast á milli æfingadaga til að nýta tækifærin sem hægt er að komast á skíði.
Hópurinn æfir saman allt árið en einnig er hægt að skrá einungis á vorönn.
Athugið að þetta er æfingahópur en ekki námskeið. Fyrir byrjendur mælum við með að fara fyrst á byrjendanámskeið hjá Ulli og koma svo til okkar.
Skráning er á Abler en þangað inn koma allar upplýsingar um æfingar.
Í ágúst verða æfingar fríar fyrir alla sem vilja koma og prófa. Settur verður upp sér skráningarhlekkur fyrir ágúst fyrir þá sem vilja prófa.
https://www.abler.io/shop/ullur
Árgjald (ágúst til júní) : 50.000kr
Vorönn (janúar til mars) : 30.000kr
Árgjald í Ull er ekki innifalið í æfingagjöldum.
Aðgangur að skíðagöngusvæði í Bláfjöllum er ekki innifalið í æfingagjöldum.
Vetrardagskrá:
Ágúst – Frír prufumánuður
7.september – Hjólaskíðamót Ullar
15.janúar – Súlur vertical (Hermannsgangan)
14.feb – Fjarðargangan
7.mars – Strandagangan
20. Mars – Bláfjallagangan
18. Apríl – Fossavatnsgangan